Spegill til móts við Fannafold 1-21

Spegill til móts við Fannafold 1-21

Þegar keyrt er út út botnlanga 1-21 í Fannafold byrgir há girðing sýn á umferð sem kemur ofar úr Fannafold og sést ekki hvort umferð sé að koma niður götuna fyrr en komið er nánast út á sjálfa götuna. Því myndi spegill á ljósastaur hinu megin við götuna koma í veg fyrir yfirvofandi árekstur á þessum stað og jafnvel gefa bílstjórum tækifæri til að taka betur eftir gangandi eða hjólandi umferð sem þvera botnlangann.

Points

Enginn vill árekstra, hvorki á milli bíla né bíll við hjól eða gangandi vegfaranda. Einn einfaldur spegill stækkar sýn bílstjóra sem kemur keyrandi út botnlangann og gefur honum tækifæri til að stöðva áður en hann er kominn út á sjálfa götuna, jafnvel í veg fyrir aðra umferð sem þverar botnlangann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information