Arðbær skipulagsbreyting á Fjölskyldu- og húsdýragarði

Arðbær skipulagsbreyting á Fjölskyldu- og húsdýragarði

Arðbær skipulagsbreyting á Fjölskyldu- og húsdýragarði

Points

Sjoppan (ís + pylsusalan) sem er í Fjölskyldugarði þarf að flytja og staðsetja á mörkum garðsins og göngugötu. Um leið gera breytingar á sjoppu og stækka þannig kúnnahóp. Opna td. lúgu fyrir viðskipti við fólk sem er ekki búið að borga sig inn í Fjölskyldu- og húsdýragarð. Best væri að staðsetja sjoppu við stóra járnhliðið. Staðsetningin er góð því það er gott pláss þarna og skemmtilegt hringtorg sem er í alfaraleið göngufólks. Væri hægt að sjá fyrir sér borð og stóla á stéttinni.

Hef stundað þá iðju að fara í húsdýra og fjölskyldugarðinn síðan 1990 og í mörg ár var þarna ekki neitt neitt síðan var byggt fínt og flott í kringum dýrin og leiktækin voru fín og flott sem voru sett í fjölskyldugarðinn, núna í dag er þetta allt í niðurníðslu, hringekjan er að detta í sundur, kókópöffslestin er rafmagslaus eftir hvern hring og stóru krakkarnir hafa ekkert fyrir stafni og hoppudýnan er götótt, grillin sjaldan í gangi og ekkert hægt að sulla eða vaða útaf sundmannakláða, Það þarf að laga þetta allt saman til að fólk nenni hreinlega að eyða tíma og peningum þarna í þessum garði .

Svo innilega sammála þér, það hefur ekki staðið á þeim að hækka alltaf gjaldskrána inn í garðinn og ekkert viðhald virðist í gangi. Það mætti endurskoða gjaldskrána verulega svo hinn almenni borgari hafi efni á því að gera vel við börnin sín og fara með þau í garðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information