Föstudagsopnun í Nauthólsvík

Föstudagsopnun í Nauthólsvík

Föstudagsopnun í Nauthólsvík

Points

Mikið væri dásamlegt ef mögulegt væri að hafa sjósundsaðstöðuna í Nauthólsvík opna milli 11 og 13 á föstudögum. Í dag er hún opin í hádeginu á miðvikudögum og tvo seinniparta, mánudaga og miðvikudaga. Því ber að fagna og aðsóknin er góð. Ég geri mér ekki fyllilega grein fyrir kostnaðinum en veit að margir (allir) eru tilbúnir að borga fyrir þjónustuna. Legg til að það verði hafður baukur í afgreiðslunni þar sem fólki gefst kostur á að leggja í púkkið.

Það er fátt sem jafnast á við að komast reglulega í sjósund. Með því að opna á milli 11 og 13 á föstudögum yrði mér gert keyft að stunda sjósund í vetur.

Ég barðist einhverju sinni fyrir því að það yrði opið á milli 17 - 19 á föstudögum, það er frábært að láta vinnuvikuna líða úr sér þarna og hlaða orkuna fyrir helgina

Þegar þú kemur upp úr sjónum ertu búin að sigra.Smá sigur á sjálfum þér og það er bara gott.Að mínu viti er sjórinn stæðsti og besti heilari sem er í boði,,,,,svo höfum aðgengi að sjónum eins mikið og hægt er.Á þessum árstima þarf heiti potturinn að vera opinn og þar hittir maður bara frábært fólk.Besti félagskapur sem ég hef komist í kynni við ;)

Ég er sammála nauðsyn þess að auka opnunartíma Nauthólsvíkur. Held að það gerði heilmikið fyrir ferðaiðnaðinn og ekki síður styðja almenna notkun á útivistarparadísum borgarinnar. Fyrir mig væri hádegisopnun á laugardögum betri en á föstudögum, hentaði betur vinnandi fólki og eins væri sú opnun mjög fjölskylduvæn.

Bæði félagsskapurinn og athöfnin eru mannbætandi. Mér myndi henta betur að koma seinnipart eða á laugardegi, myndi þó gera allt sem ég gæti til að mæta í hádeginu á föstudögum. Sjósund kemur í veg fyrir félagslega einangrun og þunglyndi, kvef og pestir og er að öllu leiti til bóta!

Að geta notið þess að synda í Nauthólsvíkinni tvisvar í viku í hádeginu skiptir höfuðmáli því þá fáum við birtu í kroppinn. Líkamleg ljóstillífun skiptir máli í skammdeginu! Er meira en tibúin að borga fyrir það í bauk svo ekki þurfi auka starfsfólk til innheimtu.

Skólafólki og atvinnulausum sem hefur nægan tíma hentar frekar að mæta í hádeiginu því styð ég frekar að opnun yrði milli 15:00 og 17:00 sem hentar öllum sérstaklega vinnandi fólki

Það er fátt betra en að skola af sér hversdagsrykið í sjónum á föstudegi og hlaða batteríin fyrir helgina. Ég myndi sannarlega greiða aðgangseyri ef það er það sem þarf til þess að þessi hugmynd verði að veruleika. Holl og góð líkamsrækt í beinni snertingu við náttúruöflin er ekkert nema dásamleg og til þess fallin að auka jákvæðni og vellíðan sem smitar svo út frá sér í samfélaginu okkar.

Sjósunds ástundun hefur veitt mér meiri lífsgæði hvað varðar líkamlega, andlega og félagslega stöðu. Ég hef eignast alveg einstaka vini sem ég á góða samleið með. það væri mjög gott að hafa tækifæri á því að koma saman á föstudögum og synda saman til að fara fersk inn í helgina

Styð þetta en tel þó að fleiri myndu koma á Föstudegi milli 17-19. Þá eru flestir búnir að vinna. Það er frábær tímasetning til að ná úr sér þreitunni eftir vinnuvikuna. Einnig væri gott að hafa opið á Laugardegi í hádeginu. Þá komast lang flestir. Í raun er óskiljanlegt að þetta skuli ekki vera meira opið. Það er alltaf fullt þarna þegar opið er á Mánudögum og Miðvikudögum. Þetta á að standa mjög auðveldlega undir sér.

Við erum orðin svo mörg sem elskum að synda í sjónum og finnum hvað það hefur góð áhrif á líf okkar. Mörgum okkar finnst of langt frá miðvikudegi til mánudags og langar að komast einu sinni í millitíðinni. Sumum finnst of stutt á milli mánudags og miðvikudags og langar að lengja aðeins á milli og enn aðrir komast ekki á mánudegi eða miðvikudegi og vantar 3ðja valkostinn til að komast 2svar í viku. Það yrði klárlega margt um manninn ef opnað væri í hádeginu á föstudegi eða laugardegi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information