Fleiri styttur af þjóðþekktum Íslendingum

Fleiri styttur af þjóðþekktum Íslendingum

Hugmyndin snýst um að setja upp fleiri styttur af þjóðþekktum Íslendingum. Hugmynd að útfærslu: 1. Setja af stað vinnuhóp sem ákvarðar nokkrar vel valdar staðsetningar fyrir styttur sem og drög að verk-, tíma- og kostnaðaráætlun um kostnað við að setja styttur upp á þeim staðsetningum. 2. Setja af stað hugmyndasamkeppni þar sem Íslendingar tilnefna og kjósa þá einstaklinga sem gerðar verða styttur af í Reykjavík. 3. Setja af stað hönnunarsamkeppni þar sem Íslendingar kjósa um bestu útfærslu.

Points

Reykjavík hefur alla burði til að verða skemmtileg nútímavædd borg sem nýtir upplýsingatækni og útbreiðslu á samfélagsmiðlum til að leyfa íbúum að taka einfaldar sameiginlegar ákvarðanir á borð við hvaða stytta verði sett upp næst í Reykjavík og hvar. Hugmyndin er einföld, skemmtileg og nokkuð sem allir gætu tekið þátt í. Þá gætu fyrirtæki og einstaklingar tekið þátt í fjármögnun á verkefninu gegn því að fá viðurkenningu um sinn stuðning í með ýmsum leiðum.

Dæmi um hugmyndir af styttum sem komu upp á umræðum á Fésbók: Ronald Reagan, Jón Gnarr, Jón Páll Sigmarsson, Vigdís Finnbogadóttir, Auður Auðuns, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Björk Guðmundsdóttir, Dimebag Darrel og Halldór Laxness.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information