Jafnréttisfræðsla fyrir alla

Jafnréttisfræðsla fyrir alla

Ég skora á Skóla-og frístundasvið að gera þá kröfu á alla kennara, leikskólakennara og starfsfólk í skólum Reykjavíkur að taka þátt í yfirgripsmiklu endurmenntunarnámskeiði í jafnréttismálum með það fyrir augum að gera fólki sem vinnur með börnum kleift að taka til í eigin hugmyndum um jafnrétti áður en því er gert að móta hugmyndir nemenda eins og ný aðalnámsskrá grunnskóla (2011) gerir ráð fyrir. Jafnframt í framhaldinu verði Jafnréttisfræði innleidd á öllum skólastigum.

Points

Til að geta miðlað hugmyndum um jafnrétti þarf vinkomandi að hafa nokkuð skýra sýn á það í hverju jafnrétti felst. Við erum fæst alin upp í jafnrétti og það er ljóst að lagaleg réttindi eru ekki nægileg forsenda fyrir því að mismunun þrífist ekki. Það er ekki nóg að skilaboðin um jafnrétti komi ofanfrá, það er ekki nóg að setja lög, reglugerðir og jafnréttisáætlanir. Það verður að gera þá kröfu á hver og einn einstakling að hann horfist í augu við eigin hugmyndir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information