Samspil bílumferðar og gangandi/hjólandi umferðar.

Samspil bílumferðar og gangandi/hjólandi umferðar.

Hugmyndin gengur út á að gera undirgöng undir Hringbraut við Þjóðminjasafnið og taka burt gangbrautarljós, bæta aðgengi strætisvagna við biðskýlin, og breyta gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi og útrýma þeim flöskuhálsi sem myndast við hringtorg Hringbrautar og Suðurgötu. með þessu yrði flæði bílaumferðar sem og annarar umferðar mun jafnara.

Points

Háskóli Íslands er án efa stærsti vinnustaður Reykjavíkur ef taldir eru með þeir 14 þúsund einstaklingar sem stunda þar nám. Öryggi og aðgengi allra vegfaranda sem þar fara um þarf að vera sem best. A háannatíma logar rautt ljós á gangbrautinni við þjóðminjasafnið að meðaltali á 70 sekúnda fresti. Þar sem mikil bílaumferð er þarna í gegn myndast miklar raðir báðum megin við ljósin í hvert sinn. Með tilkomu undirgangna má bæði auka öryggi vegfarenda og útrýma umferðarteppu sem þarna myndast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information