Gróðursetja tré eða lengja hljóðmön.

Gróðursetja tré eða lengja hljóðmön.

Hljóðmön er meðfram Kringlumýrarbraut og endar við Sigtúnið en þessa hljóðmön væri upplagt að lengja og taka þarmeð af allan vafa að Sigtúnið er lokuð gata. Þetta mundi tryggja enn frekar öryggi íbúa við götuna sem margt hvert er undir 10. ára aldri.

Points

Fólk virðist margt hvert halda að gatan sé opin og ekur of hratt niður Sigtúnið vestur í átt að Kringlumýrarbraut. Svo þarf fólk að snúa við og aka sömu leið til baka og margir eru þá orðnir pirraðir og aka jafnvel enn hraðar.. Íbúar við götuna verða fyrir óþarflega miklu ónæði af ónauðsynlegri umferð og hætta skapast oft á tíðum vegna hraðaksturs.

Ég hef margoft orðið vitni að því að ökumenn telji Sigtúnið opið útá Kringlumýrarbraut og aki á mikilli ferð niður Sigtúnið í vestur. Skilti er við gatnamót Gullteigs og Sigtúns sem sýnir að um lokaða götu sé að ræða, en ökumenn virðast ekki taka eftir skiltinu og aka niður götuna á allt of mikilli ferð, en þarna eru börn að leik oft á tíðum sem eiga það til að hlaupa útá götuna enda 30. km. hámarkshraði þó ekki virði það nú allir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information