Frakkastígur sem vistgata og mannlífsparadís.

Frakkastígur sem vistgata og mannlífsparadís.

Frakkastígur sem vistgata og mannlífsparadís.

Points

Í dag gegnir Frakkastígurinn hlutverki hraðbrautar þeirra sem vilja keyra stystu leið yfir holtið. Gatan er þjökuð af þéttri og oft hraðri umferð. Hún er samt bæði mikið notuð af gangandi og hjólandi vegfarendum, eitt besta kaffihús bæjarins er þar staðsett og lengsta samfellda röð bárujárnsklæddra timburhúsa á sér þar stað. Það fer ekki vel saman. Legg til að götunni verði lokað við Iðnskólann, bílastæðum fækkað og 15 km/klst hraðatakmörk sett. Einnig að umferð á Bergþórugötu verði takmörkuð.

...eða hvernig myndir þú annars stinga upp á að hægt yrði á umferð?

Ég vil gera grein fyrir því af hverju mér finnst mótrökin ekki gagnleg. Gatan ER þröng, hún er einstefna, ekki hentug fyrir hraðakstur. Eina ástæðan fyrir því að það er ekið svona eftir henni er lega hennar. Enn fremur má benda á að nóg er um leiðir um og í kring um miðbæinn, flestar gott ef ekki betur til þess fallnar að komast hratt og örugglega leiðar sinnar. Vandræðin annarstaðar eru umferðarvandræði, sem eiga heima á umferðargötum. Íbúa- og verslunargötur eins og Frakkastígurinn eru ekki til þess fallnar að 'díla' við þessi vandræði, en stóru göturnar eru til þess gerðar.

Vinsamlega skoðaðu þessa tillögu mína.

Vinsamlega íhugaðu þetta.

Getur þú rökstutt afstöðu þína til hugmyndarinnar? Getum við hugsanlega málamiðlað?

Vinsamlega skoðaðu þessa hugmynd

Það er kannski þörf á að hægja á umferðinni þarna um, en að loka götunni býr bara til vandræði annars staðar, það er vond lausn. Þessir bílar hverfa ekkert - einhverja leið þarf að veita þeim.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information