Heiðmörk gatnamót

Heiðmörk gatnamót

Gatnamót frá þjóðvegi inn í Heiðmörk eru nú hættuleg, sérstaklega ef ekið er úr Heiðmörk og út á þjóðveginn þar sem bílar aka hratt og oft stöðugt í báðar áttir. Með aukinni ásókn í útivist og akstri inn og út af svæðinu mælist ég til þess að þarna verði hringtorg, ljós eða eitthvað sem megi verða til þess að gera gatnamótin öruggari.

Points

Ég keyri þarna 4-6x í mánuði. Það er tímaspursmál hvenær mjög illa fer. Hvort sem er að keyra inn í Heiðmörk eða út úr Heiðmörk fæ ég hnút í magann því er hættan er þarna raunverulega til staðar.

Stórhættuleg gatnamót og mjög erfitt að koma inn á þjóðveginn frá Heiðmörk. Einnig stressandi að beygja út af þjóðveginum því það er engin frárein og mikill aksturshraði á bílum. Ég ók daglega upp í Heiðmörk allan síðasta vetur því ég var þar í vinnu. Það varð slys á þessum gatnamótum síðasta vetur í myrkri og umferð kl. 9 að morgni, látum ekki verða fleiri slys.

Gatnamót frá þjóðvegi inn í Heiðmörk eru nú hættuleg, sérstaklega ef ekið er úr Heiðmörk og út á þjóðveginn þar sem bílar aka hratt og oft stöðugt í báðar áttir. Með aukinni ásókn í útivist og akstri inn og út af svæðinu mælist ég til þess að þarna verði hringtorg, ljós eða eitthvað sem megi verða til þess að gera gatnamótin öruggari.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information