Beitum tún borgarinna

Beitum tún borgarinna

Sé enga ástæðu til að standa í túnrækt og heyskap í borgarlandinu, lausaganga búfjár er hvort sem er bönnuð og því engin brýn þörf á yfir 400 hektara af túnum nema borgin ætli að hefja blandaðan búskap. Vel mætti beita eitthvað af þessum svæðum í samvinnu við hestamenn og þannig gæða borgina lífi

Points

Það er engin brýn þörf á yfir 400 hektara túnrækt á kostnað borgarbúa, auk allrar þeirrar umhirðu mengunar sem og sóunar sem slík er. Vel mætti beita þessi tún í samvinnu við húsdýragarð, frístundabændur og hestamenn, þannig mætti lífga upp á borgina og lækka tilkostnað. Þó Reykvíkingar séu upp til hópa gamlir bændur þá er þessi túnrækt komin út í öfgar og nær að leifa hluta af þessum svæðum að vera í friði næsta áratuginn og sjá hvort ekki myndast eðlilegur náttúrugróður á þessum svæðum.

en er þetta gras nýtt , í hesta þá líklega því það er mengað. þannig að slátturinn borgar sig kannski amk að hluta , en sóun olíu og hlýnun jarðar sem flýtir komandi matarskorti eða verðhækkun mikilli og dauða fjölda manns er ekki til sóma þótt sumum þyki slegið gras þess virði, hvernig væri að kynna útreiknaðar afleiðingar sláttarins og kanna svo hug íbúanna, ætli það yrði meirihluti með slætti eða myndi skynsemin ráða , svo mætti safna grasi í metanvinnslu og slá með metan, eða rafmagni, setja innstungur út um allt. og atvinnulausir geta unnið fyrir bótunum með litlum rafsláttum, , ég slæ minn garð með rafmagni. svo er það orf og ljár, hættið að fara í ræktina og komið í heyskap upp á gamla móðinn.

kýr og hestar þá amk ekki til greina , og kindakinið er ekki mjög smávaxið en væri hægt að rækta upp til þess. en kanínuher gæti gengið, samt , fólk snarhemlar ef það er dýr á veginum og aðrir bomba aftaná þau með tilheyrandi meiðslum og miklum viðgerðarkostnaði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information