Kirkjuklukkur aðeins notaðar við stærri athafnir.

Kirkjuklukkur aðeins notaðar við stærri athafnir.

Í staðinn fyrir að hringja kirkjuklukkum fyrir allar messur væri það engöngu gert við stærri athafnir s.s. brúðkaup og jarðarfarir. Við venjulegar messur (og mögulega skírnir og fermingar) væri hægt að spila klukknahljóm í hátalarakerfum í kirkjunni.

Points

kirkjuklukkurnar eru fallegar,

Þar sem ég bý er meiri hávaði af umferð , semsagt flugumferð og bílaumferð. Kirkjklukkum er nú ekki hringt nema á Sunnudagsmorgnum eða síðdegis, þannig að ef það er það umhverfishjóð sem er hæst þá búa menn ekki í Reykjavík.

Það er þreytandi að búa nærri kirkju og vera vakin á hverjum sunnudagsmorgni með bænakalli úr kirkjunni. Það eru örfáir sem sækja messu á sunnudagsmorgnum og þetta fólk þarf væntanlega ekki bænakall úr kirkjuklukkum til að vita hvenær messan er á dagskrá. Þessi hávaði hefur því engann tilgang. Kirkjur eru útum allt í Reykjavík og víðar og því margir sem verða fyrir ónæði af þessu. Þar sem mörgum finnst klukknahljómur hátíðlegur finnst mér góð hugmynd að bænaköll séu leyfð við hátíðleg tækifæri.

Hvort kirkjuklukkur séu hávaðamengun eða fuglasöngur verður væntanlega alltaf bara smekksatriði og fólk kýs þá væntanlega eftir því hvort því finnst. Hins vegar hljóta það að vera rök að tala um stærri athafnir því í dag er líka hringt í brúðkaupum. Að sleppa venjulegum messum myndi fækka hringingunum töluvert og út á það gengur tillagan. Þannig að þó það yrði hringt á klukkutíma fresti á háannatíma þá er það skárra heldur en að bæta við öllum venjulegum sunnudögum líka.

er sammála klukkanhljómurin ner enginn Ha´vaðameingunn, : mér fynsnt að klukkur meiga nu hryngja á synum tima; er fallegur hljómur, . leyfu mheldur klukkurnar óma, td þegar er kreppa og efnhagsbatinn lagast aldrey maður veit aldrey; þá fynsnt me´r að kirkjuklukkur eiga hryngja mikið; messunum, fermingum, skirn, utfarir,

ps, það sem vantar lika mikið á spitölunum; eru tækjakaupinn, það vanta rpeninga fyrir löggæsluna, og lækna meira, hærra kaup hjá hjúkrunarfræðinugum það vantar meira , og hækka lika skatta á ferðamenn, ég er sammála sumum er meyngunn af ferðamönnum, það þarf að laga svæðin nsem ferðamenn skoða á hverju sumrinn koma mikið af ferðamönnum, líka hættan sem þeir lenta í það þarf að bryna fyrir slysi og hættum. meiri atvinnu þarf hér á islandi. vona að þett alagist, kveðja frá Inga hrafni

Hef búið nálægt kirkju og unnið næturvinnu og unnið á vöktum og þá hefur það verið allt annað en hávaði út frá kirkjuklukkum sem hefur truflað svefn hjá manni.

Bull og kjaftæði hvað á að banna næst ??? Skólabörn meiga ekki fara í kirkjur fyrir jól og nú má ekki heyrast klukknahljómur úr kirkjum landsins. Á að banna næst jólin og páskana.

Svo lengi sem klukknaspil er ekki ofnotað (t.d. eins og fyrst var í Hallgrímskirkju) þá er þetta bara eðlilegt umhverfishljóð sem flestir hætta að heyra þegar þeir eru vanir því. Það eru engin rök að tala um stærri athafnir -- því í vinsælustu kirkjum eru brúðkaup oft kl. 14,15,16,17 og 18 sama daginn :-) Þannig að kirkjuklukkur eru bara jafn notalegar og fuglasöngur.

Í dag er það frekar talin kvöð en kostur að búa nálægt kirkju. Klukknahljómurinn getur verið sérstaklega óþægilegur fyrir t.d. fólk sem vinnur á næturvöktum, eða yngstu börnin sem sofa á þessum tíma. Að ég tali nú ekki um þynnkuna. Ég er alveg til í að samgleðjast/samhryggjast fólki sem er að fagna/syrgja brúðkaupi/lát ástvina sinna og leyfa þeim að hringja kirkjuklukkunum á þeirri stóru stund. En alla sunnudaga væri nær að spila bara fyrir þá sem eru á leið til messu.

Mér finnst hljómur kirkjuklukkna afar fagur og hátíðlegur. Mér finnst það tilheyra stórborg að heyra klukkur hringja til messu eða annarra athafna. Þegar ég var í Tyrklandi fannst mér það setja skemmtilegan svip á borgina að heyra í bænaköllin úr moskunum jafnvel þótt ég sé ekki múslimi. Það ætti alls ekki að setja neinar hindranir á notkun kirkjuklukkna. Þær eru hluti af umhverfinu :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information