Hjólapumpur um borgina

Hjólapumpur um borgina

Hugmyndin gengur út á að setja upp hjólapumpur sem eru aðgengilegar almenningi víða um borgina. Gætu verið t.d. á Hlemmi og aðrar strætóstöðvar og við hjólastíga. Núna í Reykjavík eru þær bara á sumum bensínsstöðum og stundum við hjólreiðaverslanir/verkstæði og þá bara á opnunartíma. Þetta þekkist víða erlendis og hér á landi (t.d. á Akureyri). Sums staðar er líka aðgengilegt lítið verkfærasett fyrir minniháttar viðgerðir. Pumpurnar eru samt aðalatriði. Þær verða líka að vera góðar.

Points

Sífellt fleiri nota reiðhjól, bæði sem samgöngutæki og til útivistar og hreyfingar. Þá þarf að pumpa í dekk reglulega. Góð hjólreiðapumpa kostar slatta og óþarfi að hver og einn eigi þannig. Það ætti að vera hægt að pumpa í dekkin hér og þar um borgina, ekki bara á bensínstöðvum. Reykjavíkurborg hefur lagt mikla áherslu á vistvæna samgöngumáta, þetta er flott skref í þeirri þróun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information