Hægri umferð á göngu- og hjólastíga

Hægri umferð á göngu- og hjólastíga

Hægri umferð á göngu- og hjólastíga

Points

Nú þegar umferð gangandi og hjólandi á stígum er orðin þyngri er gamli hátturinn með hjólandi öðru megin og gangandi hinu megin úrelt.

Þar sem merkt er fyrir gangandi öðrumegin og hjólandi hinumegin er mjög tvírætt hvernig skuli haga sér við mætinar og framúrakstur hvort heldur fyrir hjólandi eða gangandi. Gangandi eiga t.d. til að hoppa til í aðra hvora áttina þegar þeir heyra í bjöllunni (ef þeir eru ekki með tónlist í eyrunum).

Slíkt myndi líka auka öryggi gangandi og hjólandi í myrkri. Oft sér maður ekki gangandi (án endurskins) fyrr en nokkra metra fyrir framan mann og hjólandi líka þó svo að hjól sé með ljósi því þau ljós eiga til að falla inn í aðra ljósadýrð í umhverfinu.

Vest það er hægri humferð á íslandi það á líka við með göngustiga og með rúlustiga líka án djóks

Þessar línur þar sem hjólandi áttu að fara eftir einbreiðri ræmu á göngustígum eru bara slysagildrur sem þarf að fjarlægja. Reykjavíkurborg er fyrir þó nokkru búin að samþykka að hætta með þær en hefur lítið gert í því að fjarlægja þær því miður. Þar sem umferðin er mest er þörf á að aðskylja alveg umferð gangandi og hjólandi, enda fer hún ekki vel saman. Sjá nánar hér: http://blogg.smugan.is/hjolablogg/2011/09/13/burt-med-slysagildrurnar/

En, varðandi þessa hugmynd almennt, þá verður að benda á að borgin er nú þegar búin að taka upp nýtt vinnulag við gerð stíga. Hjólastígar eiga nú að vera aðskildir göngustígunum, með tvær akreinar í hvora átt. Í Fossvogsdalnum er t.d. verið að framkvæma slíka breytingu eins og stendur.

Já þetta pirrar mig. Ég hjóla alltaf samkvæmt hægri umferð en þá er gamla hjólabrautin stundum vinstra megin við mig. Flestir sem ganga eða hlaupa um stígana telja að þetta sé enn í gildi og sumir hafa bent mér á hjólabrautina eins og að ég sé að brjóta gegn gildandi reglum.

Þar sem er ekki pláss fyrir umferð í báðar áttir virðast ekki allir átta sig á þessari reglu. Ég get a.m.k. ekki treyst því þegar ég hjóla að fólk víki til hægri, því sumir vilja bara ekki víkja.

Ég hef mikið farið um stíginn meðfram Sæbraut þar sem er einbreiður hjólastígur. Þar er mjög þung umferð, bæði töluvert af hjólandi fólki og af ferðamönnum í göngutúr. Yfirleitt gengur þetta smurt fyrir sig því fólk fer eftir hægri reglunni en ég hef lent í fólki sem vill ekki beygja hægra megin við mig út af stígnum og þá er stutt í slys. Það þarf einnig betri merkingar því bæði hjólandi og gangandi fólk á það til að vera á vitlausum stíg af ástæðulausu (sérstaklega ferðamenn).

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information