Setja upp hlið á göngustíg á milli Rimaskóla og Miðgarðs/Langarima vegna mikillar mótorhjólaumferðar um gangstíginn.

Setja upp hlið á göngustíg á milli Rimaskóla og Miðgarðs/Langarima vegna mikillar mótorhjólaumferðar um gangstíginn.

Lagt er til að sett verði upp hlið á göngustíginn á milli Rimaskóla og Miðgarðs/Langarima svipað og þeim sem eru annarsstaðar á gögnustígum í grafarvogi sem hægt er að opna fyrir sjúkra- lögreglu og slökkvilið þegar öryggi er í hættu.

Points

Á þessum göngustíg skapast allan ársins hring mikil hætta og hávaðamengun vegna mikillar umferðar bifhjóla og stórra mótorhjóla og hafa börn margoft verið í hættu þarna þar sem engin hindrun er þegar ungmenni þeysast um á mjög miklum hraða eftir göngustígnum. Þá skapast mikill hávaði af þessu með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Lítið mál er að setja upp slíkt hlið enda eru þau staðsett víða á göngustígum um allan Grafarvog til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta vandamál.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information