Setja tröppur í leikkastalann í Hljómskálagarðinum

Setja tröppur í leikkastalann í Hljómskálagarðinum

Kastalinn í Hljómskálagarðurinn er ágætur, með skemmtilegri tvíbreiðri rennibraut sem hentar vel fyrir yngstu börnin. Hins vegar er stór galli að yngstu börnin komast ekki upp í kastalann þar sem þar eru engar tröppur upp. Eina leiðin til að komast upp er að klifra upp klifurvegg eða upp net sem bara eldri börn ráða við. Ef það væri hægt að breyta honum þannig að setja tröppur þá mundi hann nýtast mun fleiri börnum.

Points

Það er ekkert leiktæki sem börn yngri en 4-5 ára geta leikið sér sjálf í Hljómskálagarðinum. Yngri börnin komast ekki upp í kastalann, hringekjuskálarnar, eru of lítil fyrir jafnvægis leiktækin og geta ekki farið sjálf í ungbarnaróluna. Þau eru því algjörlega háð fullorðna fólkinu í leik sínum sem er leiðinlegt þar sem það heftar frelsi þeirra til að leika sér sjálf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information