Hvar var Hálogaland, setja bekk og skilti upp á svæðinu,

Hvar var Hálogaland, setja bekk og skilti upp á svæðinu,

Lengi vel var Hálogaland eina handboltahús borgarinnar, þangað streymdi fólk til að fylgjast með keppni, mikill uppgangur var á árunum milli 1960-1970, liðið mitt Afturelding keppti oft á Hálogalandi og flykktumst við til að styðja okkar lið og fylgjast með. Í dag veit enginn hvar þetta hús stóð, því finnst mér mætti alveg setja bekk og skilti sem segir sðgu þessa merka húss. Gaman aðsetjast niður og minnast gamalla og góðra tíma.

Points

Þar sem skilti og upplýsingar eru sett upp í hverfum stoppar maður, les, hugleiðir og ræðir í sínum hóp um liðna tíma og hvernig hlutunum var komið fyrir áður. Handbolti hefur alltaf átt áhuga fólksins í landinu, verið okkar þjóðaríþrótt, því finnst mér það mikilvægt að halda til haga upplýsingum um aðbúnað íþróttanna og þeirra sem fylgdust með. Hálogaland er í mínum huga stórmerkilegt hús, þaðan á ég og ðrugglegaa fleiri góðar minningar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information