Það þarf að setja undirgöng til að bæta öryggi á göngu- og hjólaleiðum, sérstaklega fyrir suðurhluta Grafarvogs á leið í Egilshöll. Einnig til móts við Gufunesbæ.
Verkefnið er mikilvægt vegna þess að bæta þarf öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, sérstaklega barna á leið í tómstundastarf.
Miðað við alla þá sem fara í einhvers konar frístundastarf í Gufunesi þá er kominn tími til að byrja á þessum undirgöngum sem eru nú þegar á deiliskipulagi fyrir hverfið. Einnig ættu að vera löngu komin undirgöng til egilshallarinns miðað við fjölda barna sem fara þangað í tómstundastarf.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation