Fjarlægja umferðarljós framan við stöðvunarlínu.

Fjarlægja umferðarljós framan við stöðvunarlínu.

Points

Þar væri mikklu frekar að fjarlægja umferðarljósin sem eru við stöðvunarlínuna og hafa eingöngu ljósin sem eru hinumegin við götuna. Þá sjá allir ljósin!

Stærsti kosturinn við að fjarlægja fremri ljósin er að stöðvunarlínana verður að vera aðeins aftar en hún er núna. Þannig fá bílstjórar betri yfirsýn yfir gatnamótin og sjá frekar gangandi og hjólandi vegfarendur.

Góð umferðamannvirki, og þá sérstaklega svona gatnamót, eru grundvöllur þess að umferð gangi. Nú þegar er stórt vandamál að bílstjórar eru sofandi á gatnamótum og leggja svo seint af stað að það komast ekki nema 3-4 bílar yfir gatnamótin á grænu. Ef stöðvunarlínan væri færð það aftarlega að hægt væri að sjá á fremri ljósin, myndu sennilega ekki nema 1-2 bílar komast yfir á grænu. Auk þess eru gatnamót hönnuð eftir alþjóðlegum öryggisstöðlum.. ekki hugmyndafræði einstakra vegamannvirkjahönnuða :)

Með því að fjarlægja umferðarljósin sem er höfð eru milli akgreina framan við stöðvunarlínu á öllum gatnamótum og notast eingöngu við ljósin til hliðar við akstursreinar er hægt að fjarlægja þriðju hver umferðarljós í Reykjavík sem lækkar rekstrarkostnað. Á móti verður að færa stöðvunarlínuna aftar svo fólk sjái á ljósin þar sem það stoppar sem eykur öryggi þar sem bílstjórar hafa betri yfirsýn yfir gatnamótin.

Með því að hafa einungis ljós við stöðvunarlínu neyðist fólk til þess að stöðva aftan við stöðvunarlínu og er ekki með framhjólin úti á miðri gangbraut. Svona er þetta víðast erlendis. Það tók mig skamma stund að venjast þessu í Svíþjóð áður en ég áttaði mig á því hvað þetta er vitlaust á Íslandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information