Vatnsbrunnur í Grafarholt og Úlfarsárdal

Vatnsbrunnur í Grafarholt og Úlfarsárdal

Vatnsbrunni yrði komið fyrir við göngustíg eða útivistarsvæði í Grafarholti/Úlfarsárdal. Augljósir staðir væru t.d. við Reynisvatn og/eða við nýjan göngustíg meðfram Úlfarsá.

Points

Vatnsbrunnur við útivistarsvæði eða gönguleið er gagnlegt tól allra sem njóta útivistar, þar sem ganga má að hreinu og köldu vatni Slíkir brunnar eru nú víðsvegar um borgina og njóta vinsælda. Tilvalið væri að fá einn slíkan eða tvo í okkar hverfi. Vatnsbrunnurinn í Nauthólsvík er skemmtilega hannaður, því bæði börn og fullorðnir geta svalað þorsta sínum í honum (vatn sprautast út á tveimur hæðum).

Það er stutt í vatnslögnina sem er í grendargörðunum við Reynisvatn, sem gerir málið auðveldara og ódýrara. Það er hægt að fara inn á þá lögn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information