Lækkun sorphirðuhjalda hjá þeim fjölskyldum sem nota taubleyjur í stað einnota.

Lækkun sorphirðuhjalda hjá þeim fjölskyldum sem nota taubleyjur í stað einnota.

Hugmyndin er sú að þær fjölskyldur sem nota fjölnota taubleyjur á börn sín frekar en einnota bréfbleyjur fái lækkun á sorphirðugjöldum. Hvert barn notar um 5000 bleyjur á ævinni og segir það sig sjálft að það er því miklir hagsmunir fólgnir í því að kjósa fjölnota taubleyjur fram yfir einnota og nýta þannig græna orku landsins til þrifa á þeim frekar en að grafa einnota bleyjur ofan í jörðina okkar til landfyllingar.

Points

Hvert bréfbleyjubarn skilur eftir sig um 1 tonn af bleyju sorpi (ef miðað er við 200. gr. meðaltals bleyju) x5000. Fjölskylda með þrjú börn hendir því um 3 tonnum af bleyjum yfir ævina! Ég vil að foreldrar verði hvattir til umhverfisverndar með því að kjósa að nota taubleyjur á börnin sín og þar með spara peninga og hlífa náttúrunni. Við búum við þau forréttindi að hafa aðgang að grænni orku á Íslandi og því sérstaklega umhverfisvænt að nota taubleyjur hér á landi umfram önnur lönd í heiminum.

Ég veit um svo mörg dæmi þar sem fólk hefur byrjað á að nota taubleyjur og gefist svo upp. Hvernig sér sá sem setur þessa hugmynd fram fyrir sér að þessu yrði framfylgt.

Útfærsluna þyrfti að sjálfsögðu að skoða en þetta hefur verið gert í nágrannalöndum okkar, m.a. í bæjum í Bretlandi og því sé ég ekki afhverju ætti ekki að vera hægt að útfæra þetta á álíka hátt hér á landi.

Því má bæta við að á leikskólum borgarinnar væri einnig hægt að spara talsvert mikið af rusli. Dæmi eru um það að leikskólar séu með grænfána flagg en "banni" samt að börn séu með taubleyjur á leikskólatíma.

hvernig í ósköpunum á að útfæra það ? kafa í hverja sorptunnu ? og hvað með íbúa fjölbýlishúsa ? hef ekki heyrt aðra eins vitleisu

á þá að senda eftirlitsmann inn á hvert barnaheimili til að athuga hvort notaðar séu tau- eða pappírsbleiur?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information