Battavöll á lóð Vogaskóla

Battavöll á lóð Vogaskóla

Points

Vogaskóli er u.þ.b. eini skólinn í Reykjavík þar sem ekki er battavöllur fyrir fótbolta. Þetta er ekki bara ósanngjarnt heldur skapar óþarfa hættu á álagsmeiðslum og öðrum meiðslum. Íþróttir eru ein besta forvörn sem til er og því mikilvægt að hlúa sem best að þeim íþróttagreinum sem vinsælastar eru og líklegastar til þess að halda ungu fólki á réttri braut.

Battavellir eru ágætir, þegar þeir eru ekki alveg ofan í lóðum hjá fólki. Ég man ekki eftir neinum battavelli sem er eins nálægt lóðamörkum og þessi yrði. Reglan virðist því vera sú að gera ekki slíka velli nálægt lóðamörkum, þar sem þeim fylgir ónæði og hávaði, sérstaklega á kvöldin þegar þeir eru upplýstir og fullorðið fólk er að leika sér á þeim. Því gengur ekki setja þennan völl niður á þessum stað, hann er alltof nálægt lóðamörkum húsanna við hliðina. Ég er því á móti vellinum á þessum stað

Ég er íbúi í einu af raðhúsunum við fótboltavöllinn, sem stungið er upp á að breyta í battavöll. Garðurinn minn liggur alveg upp að fótboltavellinum. Nú þegar er mikið ónæði af fótboltavellinum, hvað þá ef gerður yrði upplýstur battavöllur. Það myndi lengja notkunartímann, og auka ónæðið. Raðhúsin eru með mjög stóra stofuglugga og lýsing og hávaði á greiða leið inn í stofurnar. Þessi völlur myndi rýra verðgildi eignanna, og valda okkur íbúunum miklu ónæði, vegna mikillar nálægðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information