Skjól við grenndargáma við Barðastaði

Skjól við grenndargáma við Barðastaði

Skjólveggur með óreglulegri lögun og gróðri beggja megin við gæti bætt aðstöðu við grenndargámana við Barðastaði. Gróðurinn þyrfti að verða nokkuð hávaxinn og a.m.k. hluti af honum sígrænn. Það gæti þurft að bæta jarðvegi á svæðið því gámarnir standa hátt yfir umhverfinu fjær götunni. Þarna er vindasamt og plast og pappír á það til að fjúka í burt þegar reynt er að koma því í gámana.

Points

Grenndargámarnir við Barðastaði eru vel staðsettir með tilliti til umferðar því þeir eru við aðal umferðarleiðina inn og út úr hverfinu til austurs. Þetta er hins vegar bersvæði og ekkert skjól fyrir veðri og vindum. Þarna getur orðið mjög hvasst. Það væri til mikilla bóta að koma fyrir skjóli t.d. með skjólveggjum og gróðri. Það þyrfti væntanlega að bæta við jarðvegsfylligu til austurs svo það mætti verða og jafnvel stækka svæðið aðeins í leiðinni því það er frekar þröngt eins og það er í dag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information