Gera ruslatunnur sjálfvirkar

Gera ruslatunnur sjálfvirkar

Points

eiga þá að vera göng eða rör eða holræsi undir tunnunum fyrir sorpið með loftsogi eða færiböndum, eða á að skjóta því upp í loftið í þjöppuðum pokum og lenda í stóru neti á arnarhóli eða miðri tjörn

Það ætti að vera einhver möguleiki á að gera ruslatunnur sjálfvirkar því að yfirleitt eru ruslatunnur fljótar að fyllast, sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur. Með því að fjölga ruslatunnum getur það haft áhrif á störfin fyrir tæmingu þeirra. Það verður meira álag og auk þess eru ekki margir sem velja þetta starf. Það ætti að vera hægt að gera mjög ódýrar og endingargóðar sjálfvirkar ruslatunnur fyrir borgina sem gerir það að verkum að fleiri kjósa að henda ekki ruslinu á jörðina heldur í tunnurnar.

Þjarkar virka kannski vel í einangruðu verksmiðjuumhverfi. Hinsvegar eru þeir óáreiðanlegir í borgarumhverfi og RÁNDÝRIR bæði í þróun, smíði og rekstri. Enn fremur myndu við þessa breytingu fjöldinn allur einstaklinga sem virka vel í starfi ruslheimtumanna (og síður í öðrum störfum) missa vinnu sína. Good job!

Afsakið, en ég held að fólk sem vinnur við að losa rusl í borginni, hafi bara gott af því að vinna sína vinnu. Ef það vantar fólk í svona störf, þá þarf bara að auglýsa eftir meira fólki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information