Bætt aðgengi fyrir gangandi og hjólandi fólk

Bætt aðgengi fyrir gangandi og hjólandi fólk

Gera malargöngustíg frá malbikuðum göngustíg, sem liggur milli Vættaborga og Jötnaborga, og niður að götu við Jötnaborgir til að koma í veg fyrir frekari skemmdir og slysahættu. einnig myndi þetta bæta umhverfið og gera það fallegra og öruggara.

Points

Á umræddu svæði hefur myndast troðningur, sem gangandi og hjólandi vegfarendur nýta sér til að komast á milli götunnar og malbikaða stígsins. Sérstaklega er þetta erfitt fyrir fólk með barnavagna en þetta er eina leiðin úr götunni sem er botnlangi. Í rigningu rennur vatn niður troðninginn og leysir upp jarðveg sem hefur valdið óþrifum og skemmdum á nærumhverfi. Þá veldur ruðningurinn hættu fyrir fólk, ekki síst þegar að snjór og klaki safnast þar fyrir á vetrum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information