Hugleiða betur áður en götum er lokað og leiðum breytt

Hugleiða betur áður en götum er lokað og leiðum breytt

Points

Lokanir þurfa að vera af góðri ástæðu

Það þarf að hugsa betur um lokanir gatna

Ég á oft leið í miðbæinn og finnst gaman að lífinu þar þegar veður er gott og fólk á ferli á göngugötum. Mér finnst hinsvegar oft lítil hugsun í því hvar lokað er og hvenær. Nú er t.d. hluti Austurstrætis lokaður fyrir umferð og eigi maður leið í Hafarnbúðir eða bókasafnið og kemur niður Laugaveg, þarf að fara krók sem kostar mengun og bensín. Öll bílastæði eru full þar sem þau eru og ég tel nokkuð víst að á köldum og vindasömum dögum muni þeim fækka verulega sem sækja þjónustu í lokaðar götur.

Nú er ég ekki sammála fyrri rökum sem styðja þessa hugmynd. En ég styð að þessar ákvarðanir verði hugleiddar meir, oftar og betur. Ég er þess sannfærður að vel útfærðar lokanir bæði hvetji fólk til þess að nota bílinn á skynsamlegri máta, eyði meiri tíma í hreyfingu og styrkji mannlíf í miðbænum til framtíðar. Hugsum meira. Lokum meira.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information