Hraðahindranir á Holtsgötu

Hraðahindranir á Holtsgötu

Setja hraðahindranir á Holtsgötu á tveimur stöðum fyrir ofan Framnesveg og eina fyrir neðan til að draga úr umferðarhraða. Gegnumakstur er mikill og hraðinn alltof mikill eða oft um 60 km/klst þar sem lagt er beggja vegna götunnar. Fyrir ofan Framnesveg þarf að setja hraðahindrun við Holtsgötu 14, við gatnamót Holtsgötu og Vesturvallagötu, aðra við Holtsgötu 24. Fyrir neðan Framnesveg þarf að setja hraðahindrun við Holtsgötu 37fyrir ofan Seljaveg þar sem fara börn með foreldrum í leikskóla.

Points

Holtsgatan er mjög mikið notuð sem "gegnumakstursgata" . Fólk á leið niður á Granda og út á Seltjarnarnes keyrir gjarnan þessa leið og hefur umferð á síðustu árum aukist mjög samhliða auknum umsvifum á Granda. Nú eru þar þrír stórmarkaðir auk fjölmargra stærri og smærri fyrirtækja og verslana. Holtsgatan er íbúagata þar sem byggð er mjög þétt og lagt er beggja vegna götunnar og skapar það mikla hættu fyrir börn sem þurfa að fara yfir. Barnafjöldi er mikill í hverfinu og fer vaxandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information