Það mætti gróðursetja tré meðfram stofngötum í Grafarvogi til að gera vistlegra

Það mætti gróðursetja tré meðfram stofngötum í Grafarvogi til að gera vistlegra

Þá er ég að meina götur eins og Hallsveg og Borgarveg og Strandveg. Það myndi bæta mikið umferðamenningu og hraða umferðar ásamt því að vera til fegrunar á öllu umhverfi. Ég er ekki að meina með stórum Öspum heldur lægri tré sem veita bæði skjól og græna litinn í sjónlínu vegfarenda. Fyrir utan að það er mun betra á bíða eftir strætó í minna roki hvar sem maður er og það eru ekki alltaf skýli þar sem hann stoppar.

Points

Þegar komið er inn í hverfið þá er alltaf berangur alls staðar sem mikil umferð er og rok. Þetta myndi breyta sýn allra sem þurfa að keyra stofnbrautirnar hvort sem það væri í bíl eða á hjóli, eða bara í strætó. Fyrir utan hvað þetta væri hljóðdempandi og umhverfisvænna fyrir gangandi ef trén eru á milli umferðar gatna og gangstíga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information