Leyfi til að rífa hús áður en ákveðið er hvað komi í staðinn

Leyfi til að rífa hús áður en ákveðið er hvað komi í staðinn

Points

Sammála. Þegar m.a.s. rotturnar virðast hafa misst áhuga á hjöllunum er kominn tími til að rífa þá. En skilyrði fyrir því sem koma skal í staðinn eiga að vera skýr. Annars verða miklu fleiri hús að "hjöllum" í gróðaskyni fyrir eigendur.

Hvort er betra að hafa autt svæði eða hús í niðurníðslu ? Húsin þarf að rífa hvort sem er, og það er alls óvist hvort eigandi fær nokkurn tíman leyfi til að byggja stærra hús en á lóðinni fyrir var. Borgin getur auðveldega sett skilyrði fyrir byggingarleyfinu, bæði hvað varðar stærð og ekki síst útlit, ekkert gler og álferlíki við hliðina á gömlu fallegu timburhúsi.

Um alla borg eru ónýt hús, en ekki samstaða milli borgar og eiganda lóðar, hvað komi í staðinn. Húsin þarf að rífa hvort sem er, gera það strax, líka grunninn og fjarlægja allar lagnir í jöð. Þær eru hvort eð er orðnar aldraðar. Lóðin verði tyrft, tré, blómaker, bekkir - jafnvel nýtt sem bílastæði (síðasti kostur), þar til samningar hafa náðst, og eigandi er tilbúinn til að halda áfram með verkefnið.

Eigendur húsa sem vilja braska með lóðir hafa gjarnan látið hús grotna niður í því augnamiði að fá að rífa þau og byggja stærri hús á lóðunum. Þannig hafa þeir vísvitandi skemmt svipmynd miðborgarinnar. Ef þessi tillaga fær brautargengi er verið að gefa slíkri skemmdarstarfsemi undir fótinn. Nær væri að skylda húseigendur til að viðhalda eignum sínum, eins og gert er víða í evrópskum borgum. Húseigendur bera ábyrgð á ásýnd borgarinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information