Loka Fellsmúla við Síðumúla.

Loka Fellsmúla við Síðumúla.

Points

Held að fyrst þurfi að setja mislæg gatnamót við Gernsásveg og Miklubrautar. Fellsmúli tappar verulega af umferðinni um þau gatnamót. Annars myndi ég styðja þessa tillögu - mætti kannski breyta Fellsmúla í einstefnu upp úr Skeifunni.

Það segir sig sjálft að þeir sem eru á móti eru klárlega ekki íbúar við Fellsmúla og finnst örugglega mikil þægindi felast í því að geta nýtt sér þessa leið t.d. í Skeifu og Síðumúla. Persónulega finnst mér þægindin nokkur en vs. öryggi barna og mikil óþægindi af umferð þá vegur það seinna meira!

Mikilvægt er að loka Fellsmúla við Síðumúla þar sem gatan er íbúðarhverfi og umferð orðin alltof mikil þar í gegn. Flest allir sem eiga leið um Fellsmúla eiga ekki erindi í götuna sjálfa heldur í flestum tilfellum, í aðra Múla eða Skeifuna. Hverfið er að yngjast upp aftur og mikill fjöldi barna að leik. Eins og ástandið er í dag eru garðar og leikvellir nánast ónothæfir sökum mikillar umferðar. Komið er fordæmi fyrir lokun sem þessari þegar Rauðilækur var lokaður um hann miðjan.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information