Skólinn taki sér listamann í fóstur

Skólinn taki sér listamann í fóstur

Points

Það er ekki að ég sé á móti hugmyndinni að kveikja áhuga barna á listum en að mínu mati er hægt að útfæra hugmyndina betur og gefa þar af leiðandi hverjum skóla/bekk/árgang víðari sýn á listalífið. Í stað þess að taka listamann í fóstur væri að mínu mati betra að fara í samstarf við þá skóla og stofnanir sem sinna listum, söngskóla, tónlistarskóla, listaháskólann, kvikmyndagerðarmenn, listasöfnin, leikhúsin o.s.fr. Nemum yrði boðið upp á að fara á þessa staði í vettvangsferðir og aðilar kæmu í skólann og kynntu hvað þeir gerðu. Jafnvel væri hægt að búa til þemadaga í skólum og láta nemendur kynnast fleiri en einu fagi listanna með mismunandi smiðjum.

Að taka listamann í fóstur. Árgangur/bekkur/skóli velji í sameiningu listfag. Í framhaldinu taki árgangur/bekkur/skóli listamann í fóstur í skilgreindan tíma. Verkefni unnin út frá listfaginu, skipulagðar heimsóknir listamannsins í skólann, rafræn samskipti nemenda við hann. Markmiðið sé að kynnast starfsháttum og aðstæðum listamanna, kveikja áhuga barna og opna nýjar víddir. Börn heimsæki einnig aðsetur listamanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information