Vantar tvær hraðahindranir og bannmerki B21.11

Vantar tvær hraðahindranir og bannmerki B21.11

Setja hraðahindranir á gatnamótinu Rofabæ og Hraunbæ (báðum megin) svo að fólk hægi á. Einnig þarf að setja bannmerki Bannað að leggja ökutæki - B21.11 á götunni við Rofabæ til móts við Ystibæ og Heiðarbæ. Fólk er að leggja bílnum sínum en vegna þeirra þá sjá ökumenn sem koma frá Ystibæ og Heiðarbæ og ætla að beygja til vinstri inn á Hraunbæ, ekki börn sem labba yfir götuna. Það lá við óhapp fyrir tveimur dögum og nú þarf að gera eitthvað í málunum.

Points

Bílstjórar gefa í þegar þeir beygja til hægri frá Rofabæ inn á Hraunbæ og svo öfugt frá Hraunbæ til vinstri inn á Rofabæ. Nú er mjög dimmt og þegar börn labba yfir götuna þá sjá bílstjórarnir þau ekki. því er mjög brýnt að gera eitthvað í málunum

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information