Sekta þá sem sýna ekki athygli í umferðinni

Sekta þá sem sýna ekki athygli í umferðinni

Sekta þá sem sýna ekki athygli í umferðinni

Points

Til dæmis sé ég á hverjum degi kl. 16 þegar ég keyri heim úr vinnunni amk. 1-2 bíla sem ætla að beygja til vinstri af Bústaðaveginum inn á Miklubraut. Þar bíða þeir á rauðu beygjuljósi í langan tíma þó að það séu 3 umferðarskilti við gatnamótin sem banna vinstri beygju á háannatíma. Þá eru þeir jafnvel líka búnir að keyra fram hjá 3-4 skiltum sama efnis við Bústaðaveginn. Þeir sem geta keyrt fram hjá 3-7 umferðarskiltum og án þess að sjá hvað stendur á þeim eiga alls ekki heima á bakvið stýri!

Ekki skil ég hvernig nokkur maður getur verið á móti þessari hugmynd, en ég veit hins vegar ekki hvernig ætti að standa að þessum sektum. Hvernig ákvarðar lögregla að viðkomandi sé nægilega meðvitundarlaus til þess að eiga skilið sekt? Hvar sker á milli þeirra sem gleyma sér augnablik og þeirra sem sýna af sér stórkostlegt gáleysi?

Það er auðvelt að vera á móti því að sekta fyrir svona brot. Það þarf hinsvegar að auka löggæslu í umferðinni og það myndi ég styðja. Lögreglan getur gefið ábendingar um brot og skráð þau. Jú, það má svosem sekta síbrotamenn í umferðinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information