Auka stoppistöðvum strætisvagna

Auka stoppistöðvum strætisvagna

Auka stoppistöðvum strætisvagna

Points

Ég sé ekki fyrir mér að þetta muni vera til battnaðar að fjölga stöðvum. Heldur mætti fjölga þeim stöðum semð fólki má fara út. t.d. leyfa fólki að fara út þar sem eru biðskyldur eða stöðvunarskyldur. Vagninn þarf hvort sem er að hægja á sér eða stöðva.

Eiginlega já og nei. Sum staðar (t.d. í Foldahverfinu í Grafarvogi) er rosalega stutt á milli stoppustöðva, ég held að frá Gullinbrú upp að Grafarvogslaug séu 6 stöðvar, og yfirleitt stoppar strætó á þeim flestum. Það mætti alveg vera stoppustöð við Miklubraut/Háaleitisbraut (og þá Miklubrautarmegin) - hef nokkrum sinnum labbað frá stoppustöð á Háaleitisbraut niður á Kringlu til að ná öðrum vagni og þetta getur verið erfitt hlaup stundum. Það er ekki sniðugt að láta fólk út við biðskyldur eða stöðvunarskyldur, það skapar slysahættu.

Fleiri mundu nota strætó (auk þess ef ferðir strætisvagna innanbæjar mundu aukast í sex á kls.). Þetta mundi sérstaklega auka þjónustu við aldraða og börn, með því að stuðla að því að þessir aldursflokkar geti farið leiðir sínar sjálfir frekar en treysta á bílfar t.d. með foreldrum. Þetta mundi minnka bílaþvöng og mengun í borginni. Má hér nefna t.d. aukningu stoppistöðva á Hringbrautinni, með því að bæta við (að nýju) stoppistöðvum við gagnamót Lönguhlíðar, Háaleitisbrautar og Grensásvegar.

En að segja að þurfi bara að fjölga þeim, gerir strætó í raun óáhugaverðari kost. Því það gerir hann hægari og óþægilegri. Í raun þarf bara að endurskoða margar stoppustöðvar (hef ekið strætó, svo ég þekki allar leiðirnar). Og í Sumum hverfum eru alltof margar stoppustöðvar, þar sem tæki fólk 2 mínútur að labba á milli. En svo kemur fyrri að það eru ótrúlegar vegalengdir á milli stöðva. Svo það ætti að endurskoða allt kerfið, og þá staðsetningar stoppustöðva, með tilliti til allra hópa fólks.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information