Hitastig gatna og stíga sé sýnilegt

Hitastig gatna og stíga sé sýnilegt

Fræstir verði niður hitaskynjarar í helstu umferðaræðar fyrir ökutæki sem og göngustíga fyrir gangandi og hjólandi. Þessum upplýsingum verði komið á framfæri á heimasíðu borgarinnar sem og megi sækja með síma, þannig að borgarbúar geti séð hvort hætta sé á hálkumyndun áður en lagt sé af stað. Þá má koma fyrir ljósaskiltum sem sýna ökumönnum hita í yfirborði með sama hætti og Vegagerð Ríkisins gerir mjög víða. Tæknin er þekkt og reynsla er til staðar.

Points

Umferðaslys og beinbrot vegfarenda vegna ísingar eru tíð, þjáningafull og kostnaðarsöm en oft sést ekki í fljótu bragði hvort ísing sé til staðar, með vitneskju um hitastig í yfirborði gatna og stíga má fólki verða ljóst að hætta sé til staðar. Með hitaskynjurum verður jafnframt starfsmönnum borgarinnar gert auðveldara að bregðast við og sanda eða salta yfirborð gatna og stíga, áður en til óhappa kemur. Með betri upplýsingum og nákvæmari, dregur úr kostnaði við hálkuvarnir því nýtingin batnar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information