Hljóðmön meðfram göngustíg við Hringbraut

Hljóðmön meðfram göngustíg við Hringbraut

Hægt væri að reisa hljóðmön úr mold og grasi og gróðursetja tré milli Hringbrautar og göngustígsins sem liggur meðfram götunni. Til að mynda gæti lausnin verið svipaður skjólveggur og gerður var meðfram Miklubraut frá göngubrúnni við Kringluna að Grensásvegi. Milli Hringbrautar og göngustígsins er nú breið grasflöt sem vel gæti nýst til að mynda slíkt skjól gegn hávaða, vindi og mengun frá bílaumferð.

Points

Göngustígurinn meðfram Hringbraut er ein fárra leiða út úr Hlíðunum og fjöldi gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna notar stíginn á hverjum degi. Þessi mikilvæga leið er þó ekki ákjósanlegur valkostur sökum mikilla vindhviða á hvassviðrisdögum (sem eru ófáir), gríðarlegrar mengunarstybbu þegar lyngnt er og svo mikils hávaða að heyrist vart mælt mál. Það myndi vafalaust auka umferð á göngustígnum ef hægt væri að komast leiðar sinnar í sæmilegu skjóli, betri hljóðvist og minni mengun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information