Hamrahlíð, einstefnugata á skólatíma

Hamrahlíð, einstefnugata á skólatíma

Þar sem ég hef oft orðið vör við það að margir ökumenn virða ekki hámarkshraða í götunni og stöðva jafnvel ekki við gangbrautir væri ein lausnin að takmarka umferðina um götuna með því að gera hana að einstefnugötu á skólatíma. Þetta er t.d. gert í Reykjanesbæ þar sem Sunnubraut er einstefnugata á skólatíma.

Points

Sem foreldri barns í Hlíðaskóla hef ég tekið mjög oft eftir því að margir ökumenn virða hvorki hraðatakmörk götunnar né stöðva við gangbrautir þegar börn á leið í og úr skóla reyna að komast yfir þær. Hef einnig oft tekið eftir því að oft munar ekki miklu á að slys verði þegar verið er að reyna að fara yfir gangbrautirnar því margir ökumenn hreinlega bruna bara áfram án þess að stoppa. Því væri sniðugt að gera Hamrahlíð að einstefnugötu á skólatíma til að takmarka umferðina og auka öryggi barna.

Ég sé ekki alveg hvernig það ætti að ganga án þess að lama umferð á svæðinu eða stórauka álag á þröngar íbúagötur sem eru einstefnugötur fyrir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information