Upphitaður stígur í Laugardal

Upphitaður stígur í Laugardal

Helstu göngustígar í gegnum Laugardalinn, t.d. frá Laugardalsvelli að Fjölskyldugarði eru orðnir illa farnir og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Við það tækifæri væri tilvalið og nauðsynlegt að setja upphitun undir þessa helstu stíga. Þarna eru helstu íþróttamannvirki borgarinnar, fjölmargir grunn- og leikskólar í næsta nágrenni og svæðið allt vinsælt útivistarsvæði, sérstaklega fyrir göngu- og hlaupafólk. Upphitun myndi auka notagildið til muna um vetrartímann.

Points

Undanfarna vetur hefur aðalstígurinn í Laugardal (milli Laugardalsvallar og Fjölskyldugarðs, meðfram Skautahöllinni) verið nær ónothæfur vegna svellbunka. Síðasta vetur voru þetta ca 3 mánuðir sem stígurinn var beinlínis hættulegur vegna hálku. Upphitun undir stíginn eykur notagildi og fækkar slysum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information