Stækka Klifurhúsið !

Stækka Klifurhúsið !

Stækka Klifurhúsið !

Points

Ég var ætlaði að styðja þessa hugmynd og var að gera það í símanum mínum en svo hefur það eitthvað klúðrast og í staðin er eins og ég sé á móti og ég get ekki breytt því. Heimsku snertiskjáir!!! En ég setti inn rök með þessu !!!!

?

Hefðbundnar íþróttir eins og handbolti, fótbolti, körfubolti o.fl. njóta styrkja og velvilja opinberra aðila, m.a. í mannvirkjagerð. Þær íþróttir henta ekki öllum en margir hafa fundið sig í klifri. Það er ákveðinn skortur á jafnræði meðal þegnanna ef valið á góðum kostum til heilsuræktar og tómstundastarfa er takmarkað með slíkum hætti.

Klifurfélag Reykjavíkur hefur rekið Klifurhúsið undanfarin 10 ár og rutt brautina fyrir klifuríþróttina á Íslandi. Aðsókn hefur að sjálfsögðu vaxið með hverju árinu en húsið ekki, svo félagið hefur neyðst til að takmarka aðgang öryggisins vegna og gæti þurft að gera enn frekar, sem heftir og skerðir þjónustu. Með stærra húsnæði gæti félagið vaxið áfram og stutt við klifuríþróttina sem er fyrir alla, ásamt því að bjóða uppá bestu æfingarstöðu innanhús í grjótglímu og línuklifri. Heyr Heyr !

Klifurhúsið þarf nýtt húsnæði til þess að geta annað allri aukningunni sem hefur verið í klifri síðustu ár.

Klifur er frábæ afþreying sem ræktar jafnframt líkama og sál. Þetta er mikil erfiðis íþrótt en heldur fólki samt sem áður áhugasömu og uppteknu. Málið er einfaldlega þannig að húsið er orðið of lítið fyrir þessa ört vaxandi aðsókn í húsið. Þegar orðið er þröngt í húsinu eykst mikið hættan á slysum þar sem fólk einfaldlega fylgist ekki nógu grant með öðrum klifrurum og geta þá farið undir ef klifrarinn dettur. Þó er ekki mikið um svona slys en með opnara umhverfi er auðveldara að sjá klifrarana.

Við iðkun klifurs geta ungir, gamlir, færir og byrjendur; - stelpur og strákar, klifrað hlið við hlið. Við iðkunina þurfa klifurfélagar að treysta á hvorn annan með tryggingar og leiðbeiningar. Við þetta skapast öflugt félagslegt umhverfi þar sem ríkir mikið traust og velvild milli iðkenda. Iðkendur keppa við sjálfan sig í stað hvor við annan. Íþróttin gengur út á að þjálfa upp getu þar sem ríkir jafnvægi milli þyngdar, styrks og liðleika og höfðar hún þess vegna til breiðs hóps iðkenda.

Aðstaðan í klfurihúsinu í dag er frábær en er löngu búin að sprengja utan af sér. Áhuginn á klifri hefur stóraukist. Það geta allir stundað klifur óháð aldri og kyni því er þetta almennings íþrótt sem klárlega þarf að hlúa að.

Klifur er styrkjandi, góð og skemtileg íþrótt sem allir eiga að geta stundað óháð plássi.

Rannsóknir sýna að umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra er einn mikilvægasti þátturinn í að börn velji heilbrigðan lífsstíl. Samverustundir foreldra og barna eru ennfremur mjög mikilvægar. Klifur er íþrótt sem opnar fyrir þátttöku allrar fjölskyldunnar, hlið við hlið. Allir geta klifrað hlið við hlið, mismunandi erfiðar leiðir, eftir getu hverju sinni. Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur til að upplifa skemmtilegar og heilsusamlegar stundir saman.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information