Göngustígar í 111

Göngustígar í 111

Tel að það þurfi að malbika göngustíginn í Vesturberginu. Hann er allur bættur, mishátt malbikið, holur og hæðir. Er orðið stórhættulegt að ganga þarna. Kominn tími á að lagfæra flesta göngustíga og bæta við gangstéttum í þessu hverfi. Vantar líka stíga á nokkrum stöðum t.d. í Austurbergi.

Points

Finnst þetta engum nema mér?

Ég tel það nauðsynlegt að göngustígar í hverfinu séu sómasamlegir. Þeir eru það ekki í þessu hverfi og ef þið farið í gönguferðir þá er ekki alltaf gangstétt allar leiðirnar og stundum er framhald gangstéttar hinumegin við götuna. Ég er t.d. að tala um við fb og Leiknishúsið (á horninu þar er nú yfirleitt alltaf pollur eða klaki), fyrir neðan Valshóla, og í Fellunum við stoppistöðina hjá Fellaskóla svo dæmi séu tekin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information