Hreinsa til í Öskjuhlíðinni.

Hreinsa til í Öskjuhlíðinni.

Hreinsa til í Öskjuhlíðinni.

Points

Öskjuhlíðin er eitt frábærasta útivistarsvæði okkar borgarbúa. Skógurinn býður upp á marga möguleika til útivistar fyrir einstaklinga og fjölskyldur en eins og umgengnin er þar núna er ekki geðslegt að vera þar á ferð og sérstaklega ekki með börn. Ég vildi að ég gæti sett hér inn myndirnar sem ég tók af ruslahrúgunum þar í dag málinu til stuðnings.

Mætti bæta líka bæta við ruslatunnum við stærri gönguleiðirnar í öskjuhlíð... en samt fyrst og fremst þarf að fara og týna upp rusl. greinilega mikið af rusli sem fýkur og endar þarna

Öskjuhlíðin er gott svæði til að taka í fóstur fyrir hóp eða félagasamtök. Hægt væri að vera með ýmsa viðburði og árlegan dag þar sem allir kæmu að taka til og ditta að hlutum. Mig grunar meira að segja að borgin væri til í að styrkja svona fóstur með góðum fósturgreiðslum sem næmi 2-4 meðlögum á mánuði, jafnvel meira. Ef ekki eitt stekrt félag sem tæki þetta að sér, þá sé ég fyrir mér að félög annarstaðar úr samfélaginu sem tækju höndum saman og settu upp samstarfsvettvang um fóstrið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information