Að unglingar moki gangbrautir að sínum skóla.

Að unglingar moki gangbrautir að sínum skóla.

Points

Mér finnst ekki hægt að ætlast til þess að unglingar moki aðkomu að sínum vinnustað (skólunum) frekar en annað fólk sem færi að moka fyrir framan vinnustaðina sína. Það er mjög jákvætt að allir taki til hendinni þegar þarf að moka, börn, unglingar og fullorðnir og finnst það jákvætt að fólk taki líka þátt í ábyrgðinni að hafa hlutina í lagi, en skelli ekki bara ábyrgð á borgina.

Reykjavíkurborg á ekki tæki til að moka þvert yfir gangbrautir. Víða eru háir ruðningar við gangbraut, þegar rignir og frystir skapast mikil slysahætta. Með skóflu tekur einn mann fimm mínútur að ryðja leiðina. Reykjavíkurborg á ekki að kaupa tæki heldur senda skilaboð til skólanna um að senda fjóra hrausta unglinga til að gera gangbrautina greiðfæra. Fyrir það leggjast einhverjar krónur í ferðasjóð unglingadeildar. Framkvæmt með tölvupósti á skólastjóra áður en snjórinn verður klaki.

Að halda götum og gangstígum í eigu borgarinnar færum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur er hluti af grunnþjónustu borgarinnar, eitthvað sem flestir geta verið sammála óháð stjórnmálaskoðunum. Ef hún er ekki fær um að sjá um slíka umhirðu á eigin eignum á meðan gríðarlegar fjárhæðir fara í yfirstjórnina, alls kyns ráð og nefndir, dekurverkefni borgarstjórnar og niðurgreitt frístundastarf mætti alveg eins leggja niður útsvarsgreiðslur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information