Göngustígur eftir fjörunni fyrir neðan Strandveg í Grafarvogi verði upplýstur.

Göngustígur eftir fjörunni fyrir neðan Strandveg í Grafarvogi verði upplýstur.

Litlir ljósastaurar yrðu settir meðfram stígnum með reglulegu millibili, rétt eins og er t.d. meðfram stígnum fyrir neðan Grafarvogskirkju.

Points

Eftir fjörunni liggur nýlegur göngustígur frá listaverkunum uppi á hólnum, framhjá Geldinganesi og meðfram golfvellinum áleiðis upp að Egilshöll. Hins vegar er mjög erfitt að nota hann þegar er farið að dimma því eina lýsingin á honum er smá glæta frá ljósastaurunum á Strandvegi sem liggur mestalla leiðina ca. 50-100m frá stígnum. Þess vegna nýtist hann næstum eingöngu á sumrin og kringum hádegið á veturna.Gott væri, svona fyrst að það er búið að gera þennan fína stíg, að gera hann heilsárs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information