Matjurtagarðar - Skipulag - Fræðsla - Kartöflukláði

Matjurtagarðar - Skipulag - Fræðsla - Kartöflukláði

Skipuleggja útleigu á matjurtagörðum betur þannig að illgresi vaði ekki út í ræktað land. Bjóða upp á fræðslu garðyrkjufræðings á auglýstum tíma vor og haust til þess að hvetja fólk áfram og fræða. Hann sér þá strax hvort matjurtagarðar séu sýktir. Kartöflu-sjúkdómar eru skæðir, stundum þarf að hvíla garða í 5 ár til þess að losna við sveppi úr moldinni. Kartöflur með kláða (vörtukláða) sem teknar voru upp í haust (2014) úr garði við Þorragötu.

Points

Úrbætur eru nauðsynlegar og ráðgjöf garðyrkjufræðinga einnig.

Starf graðyrkjufræðings Akureyrarbæjar er til fyrirmyndar. Rvkborg þarf sjálf að fylgist með moldargæðum, gera ráðstafanir ef mold sýkt. Ekki gaman að rækta sjúkar kartöflur. Fólk gest upp, greiðir kannski fyrir garðinn en hættir við þegar það sér allt illgresið eða þegar það tekur upp sýktar kartöflur. Viðvörun: í haust voru kartöflur með vörtukláða í garði við Þorragötu, heilbrigt útsæði var notað, hlýtur að vera sýkt mold. Ef kálæxlaveiki (slímsveppur) garður verður ónothæfur í tugi ára.

Sammála. Ekki nógu vel haldið utan um þetta, um 1/3 mætir ekki í garðana sína ( þrátt fyrir að vera búnir að borga fyrir garðinni sinn) sem er vanvirðing við þá sem komast ekki að en eru á biðlista. Erfitt að rækta í þessum lélega jarðvegi sem er fullur af arfa sem er rótað upp á hverju vori. Einnig væri hægt með betra að skipulagi hægt að bjóða upp á framhaldsleigu á skikanum þannig að maður gæti bætt jarðveginn í eigin skika.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information