Grenndargarðar í Leirdal, Grafarholti.

Grenndargarðar í Leirdal, Grafarholti.

Mikið væri yndislegt að fá grenndargarða fyrir þá sem vilja í Leirdalinn í Grafarholti milli gangstígsins og grasvallarins, fyrir fram opið að Þorláksgeisla 19-35. Þar gætu íbúar ræktað sitt grænmeti ásamt því að hægt væri að koma upp smá aðstöðu þar sem íbúar hverfissins gætu komið með lífrænan úrgang til molutgerðar og náð sér seinna í fína sáðmold. Þarna væri svæði vel nýtt sem annars er bara mold og strá.

Points

Það er mikið um græn svæði við fjölbýlishús í borginni sem væri hægt að nýta sem grenndargarða. Fólk sem býr í fjölbýlishúsum myndi geta nýtt þessi svæði til eigin ræktunar en það hefur oft ekki tækifæri til að láta þennan draum sinn rætast. Það skapar meira líf og eykur litafegurðina í umhverfinu. Í staðin fyrir mest megnis græna liti koma brúnir, fjólubláir, gulir, hvítir og mögulega allir regnbogans litir ef blóm eru ræktuð líka sem örugglega einhverjir myndi gera líka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information