Einbreið Lækjargata

Einbreið Lækjargata

Einbreið Lækjargata

Points

Lækjargatan var breikkuð árið 1950 þegar bílar voru fyrst og fremst hafðir í fyrirrúmi. Við breikkunina stór partur tekinn af mæðragarðinum og túninu fyrir framan MR og Stjórnarráðið. Ég legg til að það þeir partar verði endurskapaðir. Ásýnd svæðisins yrði mun grænni og fallegri með minna malbiki og meira grasi. Umferðarteppur myndu líklega ekki myndast þar sem Fríkirkjuvegur er nú þegar einfaldur og hefur ekki reynst vera flöskuháls. Stór umferðarmannvirki eiga ekki heima í miðbænum.

Já þetta er góð hugmynd, Lækjargatan er ótrúlega breið gata mitt í svæði þar sem er mikil gangandi umferð, þarna eru tvær akreinar í sitthvora átt og plús bílastæðalenga vestan megin, þetta þyrfti ekki að vera einstefna bara ein "hægfara" akrein í sitt hvora átt og engin bílastæði (þau eru ekki það mörg þau taki mikið pláss). Helst myndi ég vilja sjá svæðið hjá veitingarhúsunm verslununum verða breikkað fyrir gangandi vegfarendur svo hægt sé að nota svæðið fyrir útiveitingar án þess að vera alveg ofan í mikilli bílaumferð einsog nú er.

Afsakaðu, meinarðu að það eigi að gera lækjargötu að einstefnugötu? Ef svo, þá finnst mér eins og að það sé verið að eyða peningunum í einhverja vitleysu. Báðar akgreinar lækjargötu eru mikið notaðar, t.a.m. notar strætó báðar þessar akgreinar, þannig að ég sé engan tilgang með því að gera lækjargötu að einstefnugötu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information