Litlar hjólaviðhaldsstöðvar

Litlar hjólaviðhaldsstöðvar

Mér finnst að setja upp ætti litlar hjólaviðhaldsstöðvar t.d. nálægt stórum vinnustöðum og á öðrum fjölförnum stöðum. Þessar stöðvar taka lítið pláss og hafa að geyma loftpumpu og þau verkfæri (í snúrum/keðjum) sem þurfa í grunnviðhald hjóla. Svona stöðvum kynntist ég í Salzburg og koma þær sér vel þegar það þarf aðeins að laga hjólið (t.d. bæta lofti í dekkin) svo betra sé að hjóla.

Points

Ef engin bensínstöð er nálægt leið í skóla/vinnu getur verið letjandi að taka hjólið. Þegar hjólinu vantar viðhald er erfiðara að hjóla og ólíklegra að maður nenni því. Ef maður hefur tǽki og tól til þess að herða skrúfur og bæta í dekkin er líklegra að maður fari á hjóli þar sem það verður bæði léttara og skemmtilegra að hjóla ef hjólið er í góðu standi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information