Umferðarljós gangandi vegfarenda við Kringlumýrarbraut/Miklabraut

Umferðarljós gangandi vegfarenda við Kringlumýrarbraut/Miklabraut

Þegar græn beygjuljós eru fyrir bíla sem eru að beygja norður og suður Kringlumýrarbraut, þá mætti gjarnan hafa grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur sem eru á leið yfir Miklubraut og þurfa ekki að þvera þá umferð sem er að beygja.

Points

Sem dæmi, ef gangandi er að bíða á umferðareyjunni vestan megin á Miklubrautinni og er á suðurleið (til dæmis krakkar á leið í Háteigsskóla) og beygjuljós norður/suður Kringlumýrarbraut eru virkt, þá er engin umferð vestur Miklubraut. Samt er rautt. En svo kemur grænt strax á eftir grænum beygjuljósum vestur Miklubraut og í þungri umferð hreinsast ekki gatnamótin og gangandi missa hæglega af ljósunum eða þurfa að skáskjóta sér á milli bíla sem eru stopp.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information