Götumyndafélög bæru ábyrgð á götumynd, með snyrtingu, rusla-, og þrifnaði.

Götumyndafélög bæru ábyrgð á götumynd, með snyrtingu, rusla-, og þrifnaði.

Götumyndafélög er ný hugmynd hérlendis, þó þekkist að nokkrar húseignir eigi saman skyldum að gegna gagnvart sameiginlegum heimreiðum. Götumynd er afmarkað svæði sem inniheldur marga aðila sem geta tekið ábyrgð ef þeim er boðið uppá það. Með skýrum ramma sem byggir á heimreiðahefðinni væri hægt að virkja það afl sem býr í götumyndinni við að snyrta hana og halda henni við, tæma ruslafötur, þrífa, laga til í blómabeðum og hafa skoðanir á hvernig best er að útfæra götumyndina og halda henni við.

Points

Árið 2012 á borgin að hafa eytt hátt í 60 milljónum við hreinsun borgarlandsins samkvæmt opinberum tölum frá Eygerði Margrétardóttur deildarstjóra umhverfis- og úrgangsstjórnunar. Með því að virkja ábyrgð fyrirtæja og íbúa á sínu nærumhverfi og setja hreysinstarfið í þeirra hendur þá væri hægt að spara töluverðar fjárhæðir fyrir bæjarsjóð. Peningum væri þá varið í að styðja við stofnun og starf Götumyndafélaga.

Bjóðum borgurunum að taka ábyrgð á nærumhverf

Götumyndir eru mis góðar fyrir gesti sem dvelja í þeim. Götumyndarfélög geta tekið virka ábyrgð á heildarupplifun gesta í götumynd og borið ábyrgð og greitt fyrir hverskonar endurnýjunar-, viðhaldsaðgerðir og viðburði í götumyndinni sinni með styrkjum frá ólíkum sviðum í bland við sjálfboðastarf og aðra fjármögnun. Áhugavert væri líka að bjóða uppá lóðaleiguafslátt ef götumynd þjónar gestum sérlega vel og vel er veitt til endurnýjunarverkefna sem efla gæði götumyndar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information