Merkja hraðahindrun yfir Háaleitisbraut sem gangbraut.

Merkja hraðahindrun yfir Háaleitisbraut sem gangbraut.

Við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra er hraðahindrun yfir háaleitisbrautina. Þar eru strætóstöðvar báðum megin við götuna og gatan gerð þannig að greinilega er ætlast til að maður gangi yfir götuna á þessum stað. Það er hins vegar engin gangbrautarskylti þannig að gatan er er merkt þannig að umferðin ætti að stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Þarna ætti amk að merkja gangbraut eða jafnvel setja gönguljós yfir götuna.

Points

Þetta er sú gönguleið yfir háaleitisbrautina sem mest eru notuð. Það fjölmargt fólk sem nýtir sér strætó til að komast í og úr vinnu eða skóla. Það eru margir vinnustaðir og leikskóli og fjölbrautarskóli í næsta nágrenni við þessa strætóstoppistöð. Samt sem áður er þessi gangbraut yfir götuna ekki merkt sem slík og bílstjórar verða oft pirraðir þegar fólk gengur yfir götuna þannig að þeir þurfa að stoppa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information