Hjólreiðarmenn - frítt kaffi á morgnana

Hjólreiðarmenn - frítt kaffi á morgnana

Þegar Hjólað í vinnuna var haldið þá var sett upp tjöld einn daginn þar sem maður gat fengið frítt kaffi og skoðun á hjólinu. Hvernig væri að gefa hjólreiðarmönnum frítt kaffi alla morgna yfir sumarið? Þetta myndi byggja stemmingu/innblástur við að hjóla á morgnana og fólk kemur saman.

Points

Ég er nokkuð viss um að fólk myndi hjóla allt sumar í vinnunna, hitta vini á leiðinni og fá sér einn kaffi áður en í vinnuna er komið. Borgarstjórinn ætti að skoða þetta mál :)

Þetta vekur innblástur til að hjóla á morgnana vitandi að maður getur stoppað við og fengið heitt rjúkandi kaffi! Fleiri myndu vilja prufa hjóla!

Almenningurinn er ekki að fá næga hreyfingu og þetta hvetur mann til þess að spara bensín (og einn kaffibolla þann daginn!) og auðveldar fljótlega alla dagana okkar. Vinnan verður auðveldari, skapið verður betra, andrúmsloftið bætist, fyrir utan þessa æðislegu stemmingu og fá aðeins meiri hjólamenningu á Íslandi! Hins vegar mætti íhuga að bjóða þeim sem ekki drekka kaffi upp á aðra drykki! ;)

Mjög gaman að sjá þessa hugmynd hér, og rökin eru góð en ég hugsa að kostnaður og umstang mundi standa í mörgum. En það mætti til dæmis gera tilraunir með að gera þetta eina viku eða á 7 miðvikudagar eða álíka ? Og kannski væri hægt að fá fyrirtæki á borð við Kafi&Te, Kaffitár, Orkuveitan (drykkjarvatn) og hjólabúðir til að styrkja eða standa fyrir þessu ? Aðrir sjálfboðaliðar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information